Gengið verður um tíu kílómetra leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur 14. september til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu. Gangan hefur fengið heitið Sniðgangan.
Félagið Ísland Palestína greinir frá þessu í tilkynningu.
Sniðgangan 2024 verður einnig farin til að fræða um sniðgöngu og þau vörumerki sem BDS Ísland leggur áherslu á að sniðganga.
Gangan hefst í Hafnarfirði klukkan 14 og lýkur um klukkan 17 í Reykjavík þar sem haldin verða erindi og tónlist verður flutt.
Einnig er gengið frá Akureyri, en þar hefst gangan klukkan 14 við Háskólann á Akureyri og lýkur á Ráðhústorgi klukkan 15.15.