Tilbúin til að leiða flokkinn í næstu kosningum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vonar að hún verði leiðtogi flokksins í næstu þingkosningum.

Þetta kom fram í viðtali við hana á á Sprengisandi.

Undir lok viðtalsins var hún spurð hvort að hún yrði leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum og svaraði hún þá: „Ég vona það. Það á eftir að koma í ljós.“ 

Bjarni leiði ríkisstjórnina til enda

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og sagðist Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að leiða ríkisstjórnina allt til enda.

Alþingiskosningar eiga að fara fram á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert