Allir undir lögaldri og sumir undir sakhæfisaldri

Ölfusárbrú.
Ölfusárbrú. mbl.is

Málsaðilar í hópslagsmálunum sem áttu sér stað við Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi eru allir undir lögaldri og sumir undir sakhæfisaldri.

Þetta kemur fram í tillynningu lögreglunnar á Suðurlandi en þar segir að á sjöunda tímanum í gærkvöldi hafi lögreglunni borist tilkynning um hópslagsmál við Ölfusárbrú.

Málið er í rannsókn í samstarfi við barnaverndaryfirvöld og aðrar þær stofnanir sem koma að málefnum barna að því er fram kemur í tilkynningunni.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert