Beita sér gegn stækkun byggðar

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa líkt og nágrannarnir í Kópavogi orðið vör við þá viðleitni Reykjavíkurborgar að standa í vegi fyrir möguleikum nágrannasveitarfélaganna til að stækka byggingarland sitt.

Í nýjasta þætti Spursmála sagði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs frá því að forsvarsmenn Reykjavíkur beittu sér gegn því að vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins stækkuðu umfram svæðisskipulag frá árinu 2015, en samkvæmt því geta einstaka sveitarfélög beitt neitunarvaldi gegn mögulegum breytingum á mörkunum.

Í samtali við Morgunblaðið segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar að í fyrra hafi bæjarráð samþykkt og falið umhverfis- og skipulagsráði að undirbúa tillögu að útvíkkun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins með aukna íbúðabyggð í Hafnarfirði að markmiði.

Tillagan hefur ekki enn verið formlega lögð fyrir vegna þess að beðið er eftir hættumati vegna eldgosa og jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu og uppfærðu aðalskipulagi, en áformin hafa þó verið rædd á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert