Bíður enn eftir endanlegum niðurstöðum krufningar

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is

Lögreglan á Vestfjörðum bíður enn eftir endanlegum niðurstöðum krufningar vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í Bolungarvík í lok maí.

Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali  við mbl.is.

Enginn með réttarstöðu sakbornings

Hann segir að rannsókn lögreglunnar sé að stórum hluta lokið en beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum krufningar til að fá vitneskju um dánarorsök fólksins.

Hann vonast til þess að niðurstöðurnar berist á næstu vikum.

Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum á sínum tíma að ekkert benti til þess að andlátin hefði borið að með saknæmum hætti. Engir ytri áverkar voru á hinum látnu sem skýrðu andlát þeirra.

Þá er enginn með réttarstöðu sakbornings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert