Dýrt að reka eina vél

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunnarsson, alþingismaður í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir óheppilegt ef tillögur að hagræðingu í rekstri Landhelgisgæslunnar sem hann lét vinna fyrir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjárhæðir með öðru rekstrar­formi í eftirlitsfluginu og nefnir hann 400-600 milljónir á ári í því sambandi, eftir því hvaða leið væri farin.

Jón segir að TF-SIF sé dýr í rekstri og betur væri farið með fé ef farnar væru aðrar leiðir til að halda úti eftirlitsflugi með landhelginni. Jón lét gera skýrslu fyrir ráðuneytið sem var á lokametrunum þegar hann hætti sem ráðherra. Sérfræðingar og álitsgjafar í þeirri vinnu voru að hans sögn sammála um að of dýrt væri að reka eina vél eins og Landhelgisgæslan geri með TF-SIF.

Þegar Jón viðraði þá hugmynd að selja TF-SIF og fara aðrar leiðir mætti hann andstöðu hjá Gæslunni. Ein hugmyndin var að kaupa vél sem notuð er í Noregi og kallast King Air 350 ER. Segir hann að hjá Gæslunni telji menn að vélin henti ekki fyrir íslenskar aðstæður en menn í flugrekstri hérlendis og flugmenn sem Jón hafi rætt við séu því ósammála. „Margir sem þekkja flugrekstur á Íslandi höfðu samband að fyrra bragði og lýstu yfir ánægju með þessar hugmyndir.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka