Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í verslunarkjarnanum Litlatúni í Garðabæ. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um málið laust fyrir klukkan ellefu í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var eldurinn minniháttar. Þegar slökkviliðið var komið á vettvang hafði starfsfólk í kjarnanum leyst málið sjálft og þurfti slökkviliðið ekkert að aðhafast.
Ekki var þörf á reykræstingu.