Er hægt að flýta ferlinu?

Strákagöng á Siglufirði.
Strákagöng á Siglufirði. Ljósmynd/Sigurður Bogi

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í dag til að ræða ástand vegarins um Almenninga. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir þetta en hún óskaði eftir því að nefndin fundaði. Veginum var lokað í fimm daga eftir miklar rigningar. Ingibjörg segist hafa verið í góðu sambandi við Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra Fjallabyggðar og telur að flýta þurfi framkvæmd Fljótaganga eins og mögulegt er.

„Við þurfum að ræða ástandið á veginum og verkefnin sem eru fram undan. Fljótagöngin eru önnur í forgangsröð samgönguáætlunar. Meðalundirbúningstími fyrir jarðgöng er um þrjú ár og undirbúningsferlið tekur tíma. Ég bind vonir við að á fundinum fáum við upplýsingar frá Vegagerðinni og sveitarstjórninni um hvernig staðan er því mikið er undir að verkinu verði flýtt og hluta undirbúningsins lokið í haust,“ segir Ingibjörg.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert