Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er tilbúin til að leiða flokkinn í næstu kosningum en hún mun ekki bjóða sig fram á móti sitjandi formanni.
„Þegar spurt er „ertu tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn?“ er svarið við því já, en það eru ennþá nokkrir mánuðir í næsta landsfund eins og formaðurinn fór yfir í sinni ræðu þannig að það er ekki tímabært að útlista það nánar fyrr en það skýrist,“ segir Þórdís.
Fjölmennasti flokksráðsfundur í sögu Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en um 370 flokksráðsmenn sóttu samkomuna sem hófst á setningarræðu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.