Fleiri en þurftu fengu skilaboð um bilunina

Vandamálið hafi aðeins átt við afmarkaðan hóp viðskiptavina ON og …
Vandamálið hafi aðeins átt við afmarkaðan hóp viðskiptavina ON og hefur það verið leyst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímabundið vandamál kom upp í greiðslukerfi Orku náttúrunnar í gær.

Í skriflegu svari Lilju Bjarkar Hauksdóttur, sérfræðings í samskiptamálum fyrirtækisins, segir að vandamálið hafi aðeins átt við afmarkaðan hóp viðskiptavina ON og hafi einungis staðið yfir í tvær klukkustundir.

Margir notendur fengu skilaboð í gærkvöldi um að villa væri hjá Nets, greiðsluveitu ON, og ekki væri hægt að greiða fyrir hleðsluþjónustu. 

Vandamálið leyst

Lilja Björk ítrekar að vandamálið sé leyst og að öll geti nú hlaðið hjá ON áhyggjulaust.

Fleiri notendur ON-snjallforritsins hafi aftur á móti fengið upplýsingapóst um bilunina, þrátt fyrir að vandinn sneri aðeins að litlum hópi.

„Hins vegar voru sendar út upplýsingar um vandamálið til mun fleiri notenda appsins en áttu að fá þær og skilaboðin voru því miður lengi að skila sér,“ segir í svari Lilju Bjarkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert