Labradorinn Krista fylgir Söndru Dögg

Sandra Dögg er hér með Kristu sinni.
Sandra Dögg er hér með Kristu sinni. mbl.is/Eyþór

„Taugin milli okkar Kristu er sterk og samstarfið gengur vel. Hingað til hef ég látið fátt stoppa mig en núna kemst ég víðar en annars hefði verið,“ segir Sandra Dögg Guðmundsdóttir sem er ein nokkurra blindra á Íslandi sem hafa leiðsöguhund til afnota. Það var í júní síðastliðnum sem hún fékk Kristu, sem er tveggja ára gamall labrador. Sá hundur og aðrir til sömu nota eru fengnir frá Svíþjóð af Blindrafélaginu.

Sjónstöðin sér um úthlutun hunda og að para saman dýrið og notanda. Í því skyni var einmitt nú um helgina þjálfunarhelgi í Stykkishólmi, en á landinu eru nú alls 14 leiðsöguhundar.

mbl.is/Eyþór

„Reynslan er góð. Að fá hundana hefur skipt okkar fólk miklu máli,“ segir Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins.

Sandra Dögg Guðmundsdóttir er fædd árið 1994 og ólst upp á Drangsnesi á Ströndum. Hún fæddist með mjög litla sjón og var nærsýn. Sjónin varð daprari með árunum, vegna sjónhimnuloss, og er nú nánast engin. Þetta segir Sandra að hafi eðlilega takmarkað ferðafærni sína.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert