Rafmagn komið á í Vík

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn ætti að vera komið aftur á í Vík eftir umfangsmikla rafmagnsbilun sem varð í Vík í Mýrdal og sveitum þar í kring í gærkvöldi.

Fram kemur á vef Rarik að enn sé alvarleg rafmagnsbilun í gangi í Vík og Mýrdal, búið sé að staðsetja bilunina og unnið sé að viðgerðum.

„Enn er unnið að því að koma meira varaafli á svæðið en rafmagn ætti að vera komið á Vík og unnið er að því að byggja upp sveitakerfið í Mýrdal og búast má við að varaaflskeyrslur standi yfir næsta sólahringinn. Viðskiptavinir eru beðnir að fara sparlega með rafmagn svo varaaflkeyrsla gangi sem best en búast má við frekari truflunum og mögulegum skömmtunum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert