Rannsaka enn vettvanginn

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Bogi

„Rannsókn málsins er enn í gangi og miðar vel. Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningu og vettvangsrannsókn sem ættu að berast fljótlega og væntanlega í þessari viku.“

Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við mbl.is en lögreglan á Austurlandi rannsakar lát hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað.

Þau fundust látin í heimahúsi þann 22. ágúst.

Í varðhaldi til 6. september

Maður sem er grunaður um að hafa hjónunum að bana var handtekinn í Reykjavík og á föstudaginn féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til 6. september í fangelsinu á Hólmsheiði.

Þá var einnig fallist á kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða.

Kristján Ólafur segir að einn hluti rannsóknarinnar snúi að því hvort eða hvaða vopni hafi verið beitt.

Hann segir að vettvangsrannsókn sé ekki lokið og að unnið sé að gagnaöflun og úrvinnslu á rafrænum gögnum og gögnum af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka