Reglur um drónaflug þverbrotnar

Er blaðamaður og ljósmyndari virtu Dyrhólaey fyrir sér flaug ferðamaður …
Er blaðamaður og ljósmyndari virtu Dyrhólaey fyrir sér flaug ferðamaður dróna úti yfir bjarginu. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir ferðamenn við Dyrhólaey virtu að vettugi reglur um notkun dróna á svæðinu þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins áttu þar leið um í síðustu viku.

Skömmu eftir að dróninn var kominn á loft hljóp landvörðurinn á svæðinu til og flautaði á ferðamennina. Það var ekki fyrr en vörðurinn var kominn til þeirra og búinn að veita þeim tiltal að þeir létu til segjast og lækkuðu flugið á drónanum.

Landvörður greip inn í og stöðvaði drónaflugið við Dyrhólaey.
Landvörður greip inn í og stöðvaði drónaflugið við Dyrhólaey. mbl.is/Árni Sæberg

Atvikið sem blaðamaður og ljósmyndari urðu vitni að við Dyrhólaey er ekki einsdæmi, ferðamenn brjóta ítrekað reglur um drónaflug á vinsælum ferðamannastöðum um landið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert