Spáð er minnkandi sunnanátt, 3 til 10 metrum á sekúndu seinnipartinn og dálítil væta verður af og til í flestum landshlutum.
Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Norðvestan 5-13 m/s verða á morgun, hvassast austan til. Skýjað verður með köflum og lítilsháttar væta fyrir norðan, hiti verður á bilinu 6 til 11 stig. Bjartviðri verður sunnan heiða og hiti 10 til 16 stig.