„Var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli“

Frá Breiðholtslaug. Mynd úr safni.
Frá Breiðholtslaug. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni hefur ekki borist tilkynning um árás sem fjallað var um á íbúðasíðunni Íbúasamtökin betra Breiðholt í gær.

Þar segist kona hafi orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug klukkan 13.35 í gær þar sem hópur ungra krakka hafi verið að berja, sparka í og traðka á unglingsdreng sem var á leið með vinum sínum í sund.

„Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar,“ skrifar konan meðal annars í færslunni.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Breiðholti og Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglunni hafi ekki borist nein tilkynning um árásina og hún sé því ekki til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert