Sæfarendur á Grænlandssundi ættu að vera á varðbergi en líklegt er að stakir borgarísjakar séu á svæðinu.
Þetta kemur fram í hafísartilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Ef litið er yfir hafísatilkynningar stofunnar síðustu 30 daga má sjá að reglulega hefur verið varað við borgarísnum á svæðinu.
Á mánudag síðustu viku greindi Veðurstofan frá því að borgarísjakarnir á svæðinu gætu færst nær landinu undir lok vikunnar vegna suðvestanáttar. Um nýliðna helgi var þó austanátt og því talið að borgarísinn myndi fjarlægjast strendur Íslands á ný.