Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun.
Tilkynning um slysið barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu klukkan 8.45 og voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang.
Að sögn varðstjóra eru meiðslin talin minniháttar. Kona hlaut áverka á fæti og er hugsanlegt að hún hafi fótbrotnað. Hún var flutt á slysadeild.