Atli Steinn Guðmundsson
„Við höfum ekki tekið saman nákvæmar tölur um fjölda af hnífstungutilfellum sem hafa komið á deildina, en tilfinningin hjá okkur er að þeim hafi farið heldur fjölgandi síðustu árin.“
Þetta segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið, við álitsumleitan blaðsins um sannleiksgildi þess að starfsfólk deildarinnar hafi fengið áverka eftir hnífstungur til meðferðar hvern dag í síðustu viku.
Kveðst yfirlæknirinn vilja sem minnst ræða málið og þá þróun í vopnaburði íslenskra ungmenna sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera hefur afhjúpað. „Það er ekki mitt að ræða félagsfræðina á bak við það hvers vegna fólk kýs að ganga með hnífa,“ segir Hjalti Már og bætir því við aðspurður að öryggi starfsfólks stofnunarinnar sé tryggt með öryggisgæslu og til allra heilla heyri það til algjörra undantekninga að öryggi þess sé ógnað á vinnutíma.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.