Hvorki staður né stund til að taka ákvörðun um framboð

Guðlaugur segist styðja formanninn.
Guðlaugur segist styðja formanninn. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að nú sé hvorki staður né stund til að taka ákvarðanir um mögulegt fomannsframboð í Sjálfstæðisflokknum, færi svo að Bjarni Benediktsson myndi ekki bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi. 

Hann kveðst styðja formanninn. 

„Þetta er ekki staður né stund til að taka neinar ákvarðanir um slíkt. Það eru sex mánuðir í landsfund og eins og ég ræddi í ræðu minni a flokksráðsfundi um nýliðna helgi þá höfum við verk að vinna,“ segir Guðlaugur í samtali við mbl.is.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er það lægsta frá stofn­un flokks­ins en hann mæld­ist til að mynda með 13,9% í nýj­ustu könn­un Maskínu og 17,1% hjá Gallup. 

Styður formanninn

Guðlaugur bauð sig fram gegn Bjarna á síðasta landsfundi og hlaut 40,4 prósent atkvæða.

Næsta landsfundur flokksins er í febrúar og er óljóst hvort að Bjarni muni bjóða sig fram aftur til formanns. 

„Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk á síðasta landsfundi en eins og ég sagði eftir þann fund, þá styðjum við formanninn og ég geri það,“ segir Guðlaugur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert