Kona á fertugsaldri var handtekin nálægt verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 17. í dag. Er hún grunuð um líkamsáras, eignarspjöll og hótanir.
Þetta upplýsir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði í samtali við mbl.is
Segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn að lögreglu hafi borist tilkynningu um konu í annarlegu ástandi í firðinum. Konan hafi þar verið að ráðast að fólki.
Skúli upplýsir jafnframt að enginn sé slasaður eftir atvikið og að konan hafi verið handtekin og vistuð í fangaklefa.