Lögreglan varar við þjófagengi á Suðurlandi

Lögreglan segir tvö mál hafa komið á sitt borð síðastliðna …
Lögreglan segir tvö mál hafa komið á sitt borð síðastliðna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjófagengi á Suðurlandi hefur hnuplað greiðslukortum af fólki og svikið pening út úr hraðbönkum. Lögreglan á Suðurlandi varar við genginu í færslu á Facebook og segir tvö slík mál hafa endað á borði embættisins síðastliðna daga.

Lögreglan lýsir aðferðum gengisins í færslunni. Segir hún hóp manna fylgjast með fólki stimpla inn auðkennisnúmer í hraðbanka áður en þeir nappa greiðslukortum og nota þau svo í kjölfarið.

Er fólk sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á þjófagenginu hvatt til að hafa samband við þjónustubanka sinn og láta loka greiðslukortum og tilkynna málið til lögreglu í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka