Myndskeið: Setti sig í stórhættu við gosopið

Ferðamaðurinn gekk nánast alla leið að gosopinu.
Ferðamaðurinn gekk nánast alla leið að gosopinu. Ljósmynd/Kevin Pages

Franski ljós­mynd­ar­inn og leiðsögumaður­inn Kevin Pages sem bú­sett­ur er hér á landi náði í dag mynd­bandi af ferðamanni sem var hætt kom­inn við gosopið á Reykja­nesskaga.

Í mynd­band­inu sést hvernig ferðamaður­inn hef­ur farið yfir glæ­nýtt hraun, nán­ast alla leið upp að gosop­inu þar sem hann stend­ur og tek­ur sjálfs­mynd­ir.

Þegar mbl.is náði tali af höf­undi mynd­bands­ins var hann enn stadd­ur á svæðinu þar sem hann var með hópi af er­lend­um ferðamönn­um.

Sá eitt­hvað óvenju­legt

„Ég var að fljúga drón­an­um að gos­inu þegar ég sá eitt­hvað óvenju­legt, ég flaug hon­um nær og sá þá að þetta var maður og hann veifaði mér, bara eins og hann væri að heilsa,“ lýs­ir Pages.

Hann seg­ir að hon­um hafi verið brugðið en að hann hafi líka fundið fyr­ir pirr­ingi.

„Í síðustu gos­um hafi þau ekki viljað að fólk komi að svæðinu og það er ef­laust út af svona hegðun. Ferðamenn geta nú loks­ins notið elds­um­brot­anna úr ör­uggri fjar­lægð en auðvitað þurfa ein­hverj­ir að eyðileggja upp­lif­un­ina fyr­ir öll­um,“ seg­ir Pages.

Spurður hvort að hann hafi séð hvort að ferðamann­in­um hafi tek­ist að koma sér til baka seg­ir Pages að hann hafi reynt að hafa aug­un á hon­um en að á end­an­um hafi raf­magnið í raf­hlöðunni í drón­an­um klár­ast.

Hrasaði í hrun­inu

„Hann byrjaði að ganga til baka en hann þurfti auðvitað að fara yfir nýtt hraunið og í drón­an­um gat ég séð rauðar glæður alls staðar í kring­um hann. Á ein­um tíma­punkti sá ég hann hrasa og hraunið und­ir hon­um brotnaði þannig að hann datt næst­um því á það. Þá byrjaði hann allt í einu að hlaupa út um allt,“ lýs­ir Pages og bæt­ir við að hann voni inni­lega að hann hafi kom­ist heill á húfi til baka.

Þá seg­ir Pages að hann hafi hringt í lög­reglu vegna at­viks­ins en hún sagðist ekki geta aðhafst neitt nema að það liti út fyr­ir að maður­inn væri að biðja um hjálp en svo var ekki. 

Að lok­um furðar Pages sig á því að ekki séu frek­ari af­leiðing­ar fyr­ir fólk sem ger­ir svona lagað.

„Fólkið er ekki sektað. Mér finnst að þegar lög­regl­unni berst þessi ábend­ing ætti hún að koma á svæðið og bíða eft­ir mann­in­um og sekta hann.“

Ferðamaðurinn tók sjálfsmyndir og veifaði drónanum.
Ferðamaður­inn tók sjálfs­mynd­ir og veifaði drón­an­um. Ljós­mynd/​Kevin Pages
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert