Reyndu að stinga lögreglu af

Lögreglan í Hafnarfirði handtók konu sem lét öllum illum látum …
Lögreglan í Hafnarfirði handtók konu sem lét öllum illum látum í verslun í miðbæ bæjarins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um ökumann og farþega í bifreið með ætluð fíkniefni í Múlahverfi Reykjavíkur fyrr í dag. Reyndu þeir að koma sér undan á hlaupum en voru handteknir af lögreglu skömmu síðar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verk­efn­um henn­ar frá klukk­an 5 í morg­un til klukk­an 17 í dag.

Kemur þar meðal annars fram að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um aðila að sprauta sig í sameign í hverfi 101 og var þar einnig tilkynnt um betlara við verslun.

Í miðbæ Hafnarfjarðar kom upp eldur í bifreið og þurfti þá lögregla einnig að handtaka konu sem lét öllum illum látum í verslun í miðbænum. 

Í Kópavogi þurfti lögregla að hafa afskipti af pari í annarlegu ástandi. Þá kom upp eldur í viftu í húsnæði í Mosfellsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert