Segja einkabílinn afkasta meiru en strætó

„Til að strætó nái einkabílnum í afköstum þyrftu níu strætisvagnar …
„Til að strætó nái einkabílnum í afköstum þyrftu níu strætisvagnar með 50 farþega hver að vera á ferðinni þessa einu mínútu.“ mbl.is/sisi

Einkabíllinn afkastar meiru en strætisvagn á götum úti, að því er kemur fram á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.

Fram kemur að því sé oft haldið fram að fullur strætisvagn afkasti meiru en einkabíllinn því strætóinn taki aðeins brot af plássinu á götunum sem einkabílarnir taki með jafnmarga farþega. Þarna gleymist þó að taka með í reikninginn að bílarnir séu allir á ferð og noti plássið því í afar skamman tíma.

Reiknivilla í útreikningi FÍB

„Gefum okkur tveggja akreina götu með 40 km hámarkshraða og að allir keyri á þeim hraða í eina mínútu. Segjum að strætó aki þessa götu með 50 farþega á einni mínútu. Á sömu einu mínútunni geta 450 einkabílar farið þessa leið á 40 km hraða. Þó aðeins einn farþegi sé í hverjum einkabíl, þá er bíllinn samt níu sinnum afkastameiri en strætóinn,“ sagði í reikningsdæmi á vefsíðunni.

„Til að strætó nái einkabílnum í afköstum þyrftu níu strætisvagnar með 50 farþega hver að vera á ferðinni þessa einu mínútu.“

Uppfært:

Þessi útreikningur hefur nú verið leiðréttur á vef félagsins. Rétta talan sé 150 bílar í stað 450 bíla.

„Þetta var reiknidæmi, en í raunveruleikanum getur það litið allt öðruvísi út. Sjaldan eru 50 farþegar í strætó og oft eru fleiri en einn í einkabílnum,“ er þó samt sem áður tekið fram, áður en beðist er velvirðingar á rangfærslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert