Skjálfti upp á 5 í Bárðarbungu

Flogið yfir Bárðarbungu. Mynd úr safni.
Flogið yfir Bárðarbungu. Mynd úr safni. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Jarðskjálfti af stærð 3,9 varð í Bárðarbunguöskjunni kl. 16.31 nú síðdegis. Nokkur virkni hefur verið þar að undanförnu.

Síðast varð skjálfti af álíka stærðargráðu þann 16. ágúst þegar skjálfti af stærð 3,5 mældist.

Jarðskjálftar eru algengir í Bárðarbungu og í tilkynningu Veðurstofu segir að gosóróa hafi ekki orðið vart.

Uppfært kl. 17.12

Veðurstofa Íslands segir að endurmat á stærð skjálftans í Bárðarbungu kl. 16.31 gefi stærðina 5,0 sem sé stærsti skjálfti á þessum slóðum síðan þann 21. apríl, þegar skjálfti af stærð 5,4 mældist í Bárðarbungu.

Tekið er fram, að fáir eftirskjálftar hafa mælst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert