Tilkynnt um tvö vinnuslys

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um tvö vinnuslys. Annað varð í hverfi 104 í Reykjavík þegar kona datt og fékk höfuðhögg. Meiðsli hennar voru minniháttar.

Hitt varð í hverfi 200 í Kópavogi. Þar hafði einstaklingur á rafmagnshjóli ekið á bekk og líklega fótbrotnað. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Garðabæ en meiðsli hans voru minniháttar.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 201 í Kópavogi og var málið afgreitt á vettvangi.

Maður kom á lögreglustöðuna á Hverfisgötu í Reykjavík og framvísaði ætluðum fíkniefnum. Málið er í rannsókn.

Stolið úr gámum 

Tilkynning barst lögreglunni um innbrot og þjófnað úr gámum í Árbænum. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.

Umferðarslys varð í Mosfellsbæ. Eignartjón varð en engin slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert