Tvö börn á sjúkrahús eftir að hafa innbyrt THC

Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins.

Tvö börn voru flutt á Barnaspítala Hringsins eftir að hafa borðað sælgætis-gúmmíbangsa sem reyndust innihalda THC, sem er ofskynjunarefni sem finnst í kannabis.

Lögreglustöð 1 sem sinnir verkefnum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi barst tilkynning um málið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan 5 í morgun.

Börnin voru flutt á spítalann til frekari skoðunar en ekkert kemur nánar fram um líðan þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert