Ánægja með ferðaþjónustuna fer minnkandi

Almenn ánægja ríkir með ferðaþjónustu meðal landsmanna.
Almenn ánægja ríkir með ferðaþjónustu meðal landsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þó svo að almenn ánægja virðist ríkja meðal landsmanna með ferðaþjónustu hér á landi fer sú ánægja minnkandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ferðamálastöðu um niðurstöður rannsóknar um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu sem kynntar voru á málþingi Ferðamálastofu og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála í gær.

Fram kom að mikill meirihluti landsmanna sé almennt jákvæður og jafnframt ánægður með ferðaþjónustu í heimabyggð en jákvæðastir voru þeir gagnvart áhrifum ferðaþjónustu á samfélags- og efnahagsþróun, sérstaklega varðandi tækifæri til að efla atvinnulíf, auka afþreyingu og líf í heimabyggð.

Þrátt fyrir þessa almennu jákvæðni má þó greina ákveðna þróun í þá átt að heildaránægja fari lækkandi og jafnframt eru auknar áhyggjur af ýmsum afmörkuðum þáttum.

Rannsóknamiðstöð ferðamála vann rannsóknina fyrir Ferðamálstofu en sambærilegar rannsóknir voru framkvæmdar á landsvísu árin 2014, 2017 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert