Áslaug svarar Bolla í 17: „Bollinn fullur“

Ummæli Bolla hafa vakið talsverða athygli.
Ummæli Bolla hafa vakið talsverða athygli. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist svara Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem jafnan er kenndur við versl­un­ina 17, fyr­ir um­mæli hans um ungar konur.

Ásgeir vill bjóða fram viðbótarlista fyrir Sjálfstæðisflokkinn, undir merkjum DD-lista, og í sam­tali við Vísi sagði hann að einungis fólk sem hefði áorkað einhverju fengi sæti á lista.

Áslaug svarar:

„Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur,“ skrifar hún á facebook. 

Vill bjóða fram viðbótarlista

Ásgeir sagði í viðtali sínu við Vísi: 

„Við erum ekk­ert að leita að ein­hverj­um, hvað á ég að kalla það. Ein­hverj­um ný­út­skrifuðum stúlk­um sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyr­ir ungu fólki þá þurf­um við fólk með reynslu og eitt­hvað fólk sem hef­ur áunnið sér eitt­hvað í líf­inu,“ sagði Bolli í sam­tali við Vísi.

Rík­is­út­varpið greindi frá því í gær að Ásgeir hefði sent er­indi á miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem hann krafðist þess að fá svar við því hvort að sjálf­stæðis­menn mættu bjóða fram viðbót­arlista fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn und­ir merkj­um DD-lista.

Þeir sem yrðu kjörn­ir fyr­ir DD-list­ann myndu svo ganga í þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins að kosn­ing­um lokn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert