Hafa náð utan um atvikið við Ölfusárbrú

Horft yfir Selfoss.
Horft yfir Selfoss. mbl.is/Sigurður Bogi

Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segir að lögreglunni hafi tekist að ná utan um atvikið við Ölfusárbrú í síðustu viku þar sem kom til hópslagsmála ungmenna.

Ráðist var á barn sem þurfti að leita á sjúkrastofnun en allir sem áttu þátt í slagsmálunum eru undir lögaldri og sumir undir sakhæfisaldri.

„Rannsóknardeildin er með þetta mál á sínu borði í samráði við barnaverndaryfirvöld og aðrar stofnanir sem koma að málefnum barna,“ segir Þorsteinn við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert