Handtekinn vegna líkamsárásar

Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var handtekinn í hverfi 104 í Reykjavík vegna líkamsárásar. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meiðsli voru minniháttar.

Í hverfi 105 í Reykjavík var tilkynnt um rúðubrot. Einn maður í annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Brotist inn í bifreið

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr bifreið í hverfi 220 í Hafnarfirði. Gerandinn er ókunnur.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Breiðholti fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og voru málin afgreidd með sekt.

Ók án ökuréttinda

Ökumaður var stöðvaður við akstur í hverfi 203 í Kópavogi, sviptur ökuréttindum. Hann var sektaður, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í hverfi 105 í Reykjavík grunaðir um akstur undir áhrifum, annar þeirra undir áhrifum fíkniefna en hinn áfengis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert