Íslenskan er lykilatriði

Tæplega helmingur innflytjenda sem átt hafa í erfiðleikum með að …
Tæplega helmingur innflytjenda sem átt hafa í erfiðleikum með að fá vinnu á Íslandi nefndu skort á íslenskukunnáttu sem aðalástæðu. Mikil fylgni er á milli góðrar færni í íslensku og starfstækifæra á vinnumarkaði sem hæfa menntun og reynslu. Ljósmynd/Colourbox

Inn­flytj­end­um hef­ur fjölgað hlut­falls­lega mest á Íslandi síðastliðinn ára­tug af öll­um ríkj­um OECD. Þeir eru jafn­framt með hæstu at­vinnuþátt­tök­una og hærri at­vinnuþátt­töku en inn­fædd­ir á Íslandi. Þetta kem­ur fram í nýrri út­tekt OECD (Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar). Þar seg­ir jafn­framt að ís­lenska sé lyk­il­atriði við að skapa inn­gild­andi sam­fé­lag.

Þá seg­ir, að þrátt fyr­ir hag­stæðar aðstæður á vinnu­markaði þurfi inn­gild­ing inn­flytj­enda að vera ofar á stefnu­skránni. Að mörgu sé þar að hyggja, ekki síst hvað varði starfs­gæði fyr­ir inn­flytj­end­ur, tungu­mála­kennslu og söfn­un hagtalna.

Þetta er meðal efn­is nýrr­ar út­tekt­ar frá OECD sem unn­in var fyr­ir fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið og kynnt var á blaðamanna­fundi nú í morg­un.

Fjallað er um út­tekt­ina á vef fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins. 

Hlöðver Skúli Hákonarson, höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD, Áshildur …
Hlöðver Skúli Há­kon­ar­son, höf­und­ur skýrsl­unn­ar og ráðgjafi hjá OECD, Áshild­ur Linn­et, formaður stýri­hóps um mál­efni inn­flytj­enda, og Thom­as Liebig, aðal­hag­fræðing­ur um mál­efni inn­flytj­enda hjá OECD. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Í fyrsta sinn sem heild­stæð stefna er mótuð

Þá seg­ir, að út­tekt­in sé hluti af stefnu­mót­un í mál­efn­um inn­flytj­enda sem nú standi yfir. Þetta sé í fyrsta sinn sem ís­lenska ríkið móti sér heild­stæða stefnu á mál­efna­sviðinu.

OECD bend­ir á að inn­flytj­end­ur á Íslandi séu til­tölu­lega eins­leit­ur hóp­ur í sam­an­b­urði við stöðuna í öðrum lönd­um og um 80% inn­flytj­enda komi frá Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES). Flótta­fólki hafi fjölgað um­tals­vert á Íslandi síðastliðin ár og líkt og í öðrum ríkj­um OECD hafi stefna stjórn­valda á mál­efna­sviðinu hingað til aðallega beinst að fólki á flótta. Sam­hliða og í aukn­um mæli þurfi hins veg­ar að huga að inn­flytj­end­um frá EES-svæðinu, enda sé þar um að ræða stór­an meiri­hluta inn­flytj­enda á Íslandi.

Margt fólk af EES-svæðinu sé til­tölu­lega ný­komið til Íslands og tölu­verðar lík­ur á að það verði hér til fram­búðar. Um helm­ing­ur þess seg­ist aðspurður vilja setj­ast hér að og þriðjung­ur sé óákveðinn. OECD bend­ir á að hlut­fall fólks sem komi frá ríkj­um EES og setj­ist að í land­inu virðist hærra á Íslandi en í mörg­um öðrum ríkj­um Vest­ur-Evr­ópu, að því er kem­ur fram í út­tekt­inni. 

Þá er und­ir­strikað að lít­ill mun­ur sé á at­vinnuþátt­töku inn­flytj­enda á Íslandi eft­ir því hvort þeir komi frá ríkj­um EES eða utan EES. Þetta sé ólíkt því sem ger­ist í öðrum Evr­ópu­ríkj­um. At­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda­kvenna sé enn frem­ur há og hvort tveggja séu já­kvæðar niður­stöður. Vax­andi at­vinnu­leysi meðal inn­flytj­enda veki á hinn bóg­inn áhyggj­ur.

Þrátt fyrir háa atvinnuþátttöku heilt yfir nýtist færni innflytjenda á …
Þrátt fyr­ir háa at­vinnuþátt­töku heilt yfir nýt­ist færni inn­flytj­enda á Íslandi oft ekki vel. Meira en þriðjung­ur há­menntaðra inn­flytj­enda á Íslandi vinni störf sem krefj­ist minni hæfni en þeir búi yfir. Ljós­mynd/​Colour­box

Færn­in nýt­ist oft ekki vel

Þá bend­ir OECD á að þrátt fyr­ir háa at­vinnuþátt­töku heilt yfir nýt­ist færni inn­flytj­enda á Íslandi oft ekki vel. Meira en þriðjung­ur há­menntaðra inn­flytj­enda á Íslandi vinni störf sem krefj­ist minni hæfni en þeir búi yfir. Sam­svar­andi hlut­fall hjá inn­fædd­um sé 10% og mun­ur­inn á milli þess­ara tveggja hópa með því mesta sem sjá­ist inn­an ríkja OECD. Helsti áhrifaþátt­ur­inn virðist vera skort­ur á tæki­fær­um. Störf séu gjarn­an í boði í geir­um þar sem oft sé ekki þörf á sér­tækri mennt­un eða ákveðinni hæfni, svo sem í þjón­ustu­tengd­um hluta ferðaþjón­ust­unn­ar.

Fáir inn­flytj­end­ur læra ís­lensku

Í út­tekt OECD er bent á að ís­lenska sé lyk­il­atriði við að skapa inn­gild­andi sam­fé­lag og geti brotið niður marg­ar þær hindr­an­ir sem inn­flytj­end­ur standa frammi fyr­ir. Tungu­mála­nám geti bæði stutt við fólk fé­lags­lega og á vinnu­markaði en þrátt fyr­ir það læri fáir inn­flytj­end­ur ís­lensku. Hlut­fall þeirra sem segj­ast hafa góða kunn­áttu í mál­inu sé raun­ar lægst hér á landi á meðal svar­enda í OECD-ríkj­um eða 18% sam­an­borið við 60% að meðaltali inn­an OECD. Útgjöld til kennslu í ís­lensku fyr­ir full­orðna séu sömu­leiðis tals­vert lægri en í sam­an­b­urðarríkj­um.

Þá hafi tæp­lega helm­ing­ur inn­flytj­enda sem átt hafi í erfiðleik­um með að fá vinnu á Íslandi nefnt skort á ís­lenskukunn­áttu sem aðalástæðu. Mik­il fylgni sé á hinn bóg­inn á milli góðrar færni í ís­lensku og starf­stæki­færa á vinnu­markaði sem hæfa mennt­un og reynslu.

Í úttekt OECD er bent á að íslenska sé lykilatriði …
Í út­tekt OECD er bent á að ís­lenska sé lyk­il­atriði við að skapa inn­gild­andi sam­fé­lag og geti brotið niður marg­ar þær hindr­an­ir sem inn­flytj­end­ur standa frammi fyr­ir. mbl.is/​Eyþór

Meira en helm­ingi barna inn­flytj­enda geng­ur illa í PISA-könn­un­inni

OECD bend­ir á að helsta vís­bend­ing­in um lang­tíma­ár­ang­ur aðgerða á mál­efna­sviðinu sé hvernig af­kom­end­um inn­flytj­enda reiði af. Á Íslandi sé náms­ár­ang­ur barna sem fædd séu á Íslandi en eigi for­eldra með er­lend­an bak­grunn áhyggju­efni. Meira en helm­ingi þeirra gangi illa í PISA-könn­un­inni sem þýði að þau eigi erfitt með verk­efni á borð við að skilja og túlka ein­falda texta.

Börn inn­flytj­enda þurfi meðal ann­ars ís­lensk­ustuðning í skóla sem byggi á kerf­is­bundnu og sam­ræmdu mati á tungu­málak­unn­áttu þeirra. Slíkt mat sé ekki til staðar á Íslandi í dag en reynsla frá öðrum ríkj­um OECD bendi til þess að kerf­is­bundið mat inn­an mennta­kerf­is­ins geti bætt náms­ár­ang­ur þeirra.

Ráðlegg­ing­ar OECD

OECD mæl­ir með marg­vís­leg­um aðgerðum og má þar nefna eft­ir­far­andi:

  • Að bæta gagna­söfn­un varðandi inn­flytj­end­ur á Íslandi svo hægt sé að meta bet­ur aðstæður inn­flytj­enda, enda vanti upp­lýs­ing­ar í op­in­ber­um gagna­söfn­um um lyk­il­breyt­ur á borð við fæðing­arstað fólks. Í ljósi vax­andi hlut­falls inn­flytj­enda á Íslandi beri við gagna­söfn­un að líta á fæðing­arstað sem breytu með svipaða stöðu og ald­ur og kyn.
  • Að auka um­fang og bæta gæði ís­lensku­kennslu, til dæm­is með því að bjóða upp á hag­kvæm­ari og sveigj­an­legri tungu­málaþjálf­un fyr­ir inn­flytj­end­ur frá EES sem vilja dvelja á Íslandi til lengri tíma og hafa áhuga á að læra tungu­málið.
  • Að vinna að því að nýta mennt­un og færni inn­flytj­enda bet­ur á vinnu­markaði og stuðla að því að þeim tak­ist að fá störf sem hæfa mennt­un þeirra og reynslu.
  • Að leggja aukna áherslu á að inn­gilda fjöl­skyld­ur fólks sem flyst til lands­ins vegna at­vinnuþátt­töku. 
  • Að taka á mis­mun­un gagn­vart inn­flytj­end­um, til dæm­is á leigu­markaði.
  • Að fjár­festa í aðgerðum sem ná til barna inn­flytj­enda, til dæm­is með því að inn­leiða kerf­is­bundið mat á tungu­álak­unn­áttu þeirra allt frá leik­skóla­aldri og veita börn­um sem þess þurfa mark­viss­an málstuðning. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert