Einn heppinn miðahafi hlaut þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær hann 1,9 milljónir króna fyrir. Miðinn var keyptur á bensínstöðinni Olís við Gullinbrú.
Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út í þetta skipti.
Þá hreppti enginn Jókerinn heldur en tölurnar í honum voru einstaklega samhverfar að þessu sinni: 00900.