Liggur enn undir feldi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður vinstri grænna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áfram­hald­andi for­manns­setu á lands­fundi vinstri grænna í októ­ber.

Þegar blaðamaður spyr Guðmund Inga hvort hann hafi gert upp hug sinn seg­ir hann:

„Já, þetta er svona vin­sæl­asta spurn­ing­in. Ég ligg enn und­ir feldi og er að hugsa málið. Ég hef ekki tekið ákvörðun enn sem komið er.“

Vill skerpa á ýms­um mál­um

Hann vill ekki gefa neitt upp um hvenær ákvörðun­ar­inn­ar sé að vænta en lands­fund­ur flokks­ins fer fram í byrj­un októ­ber.

Guðmund­ur Ingi seg­ir að þá muni flokk­ur­inn skerpa á áhersl­um sín­um inn í kom­andi kosn­inga­vet­ur en spurður hvað hann sjálf­ur vilji leggja áherslu á til að reyna rífa flokk­inn upp úr mik­illi fylg­is­lægð, sem hann hef­ur verið í í skoðana­könn­un­um um þó nokk­urt skeið, tel­ur hann upp eitt og annað.

„Ég tel að það séu nokk­ur mál sem við þurf­um að leggja áherslu á og það er að standa vörð um heil­brigðis­kerfið og þessi fé­lags­legu kerfi og hafna frek­ari einka­væðingu á þeim,” seg­ir Guðmund­ur Ingi og bæt­ir við að sömu­leiðis þurfi að hafna einka­væðingu á innviðum sem eigi að þjón­usta fólkið í land­inu á borð við vega­kerfið og fjar­skiptainnviði.

„Annað sem ég vil nefna í okk­ar efna­hags­stefnu er að breiðu bök­in gefi meira til sam­fé­lags­ins held­ur en nú er. Þar erum við bæði að horfa til þeirra ein­stak­linga sem hafa sem allra, allra mest á milli hand­anna og fyr­ir­tækja, að það séu eðli­leg­ir skatt­ar greidd­ir af notk­un sam­eig­in­legra auðlinda,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Vill styðja við efnam­inni fjöl­skyld­ur

Þá nefn­ir hann hús­næðis- og fjöl­skyldu­mál­in og mik­il­vægi þess að jafn­vægi verði tryggt á hús­næðismarkaði.

„Þar þurf­um við að horfa til þess að geta náð jafn­vægi á húnæðismarkaði. Að það sé nægt fram­boð af hús­næði sem fólk ræður við að fjár­festa í, búa til betri leigu­markað og auka við fé­lags­leg úrræði á hús­næðismarkaði.“

Hvað fjöl­skyldu­mál­in varðar tal­ar Guðmund­ur Ingi um að horfa þurfi til þess að halda áfram að styðja við barna­fjöl­skyld­ur, sér­stak­lega þær sem eru efnam­inni.

Jafn­rétti og nátt­úru­vernd

„Þegar kem­ur að nátt­úru­vernd­inni tel ég að við þurf­um að vera með all­an vara á okk­ur vegna auk­inn­ar aðsókn­ar í orku­auðlind­ir. Við verðum að geta ráðist í nauðsyn­leg orku­skipti án þess að fórna verðmætri nátt­úru sem við ber­um líka ábyrgð á að vernda,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að lofslags­mál­in séu stærsta vel­ferðar­mál 21. ald­ar.

Að lok­um nefn­ir hann jafn­rétt­is­mál: „Ég vil líka sjá okk­ur skerpa á áhersl­um okk­ar þegar kem­ur að jafn­rétt­is- og kven­frels­is­mál­um og standa vörð um mann­rétt­indi fatlaðs fólks, hinseg­in fólks og annarra hópa.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert