Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í dag við aðgerð í Brautarholti.
Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is braust lögregla inn í íbúð í Brautarholti og handtók þar nokkra einstaklinga.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið.