Starfsmennirnir móta stefnuna

Ekki hefur verið tekin stefnumarkandi ákvörðun hjá borginni um kynjaskiptingu …
Ekki hefur verið tekin stefnumarkandi ákvörðun hjá borginni um kynjaskiptingu í gufuböðum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ákvörðun um breytta stefnu í gufubaðsmenningu Reykvíkinga var tekin af skrifstofu menningar- og íþróttasviðs og forstöðumönnum sundstaða, en ekki af kjörnum fulltrúum í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

Þetta staðfestir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkur, og Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, tekur í sama streng. Skúli segir að ráðið taki mál eins og þessi ekki fyrir fyrr en kemur að ákvörðun um fjárheimildir til framkvæmda.

Morgunblaðinu hafa borist kvartanir frá fastagestum Breiðholtslaugar þar sem nýbúið var að endurnýja kynjaskipta þurrgufu sem finnska sendiráðið veitti sérstaka viðurkenningu sem bestu sánunni í borginni. Þar sé fullkomin aðstaða fyrir kynjaskipt gufuböð sem nú sé búið að breyta og skylda gesti til að klæðast sundfötum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert