Viðbragð við alvarlegri stöðu: Mikilvægt að bregðast rétt við

Þjónusta sem tekur mið af þörfum barna er einn mikilvægasti …
Þjónusta sem tekur mið af þörfum barna er einn mikilvægasti liðurinn í því að tryggja börnum viðeigandi og tímanlega aðstoð þegar hennar er þörf. Ljósmynd/Colourbox

Ný­skipaður aðgerðahóp­ur vegna of­beld­is í garð og á meðal barna hóf störf í dag.

„Með mark­vissri inn­leiðingu aðgerða, eft­ir­fylgni og ár­ang­urs­mæl­ing­um er ekki ein­ung­is verið að mæta þeirri al­var­legu stöðu sem upp er kom­in hér á landi held­ur gefst einnig kost­ur á því að varpa ljósi á um­fang og eðli vand­ans,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Hópn­um er falið að hrinda í fram­kvæmd aðgerðum sem mennta- og barna­málaráðuneytið og dóms­málaráðuneytið kynntu á blaðamanna­fundi 25. júní og aðgerðum heil­brigðisráðuneyt­is­ins er lúta að heil­brigði og vellíðan barna.

Með aðgerðunum er ætl­un­in að sporna við þróun í átt að auknu of­beldi, auka for­varn­ar­starf og leiða sam­an fjöl­breytta þjón­ustu- og viðbragðsaðila í sam­stilltu átaki gegn vax­andi of­beldi meðal barna og ung­menna á Íslandi, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Mik­il­vægt að þjón­usta taki mið af þörf­um barna

Þar seg­ir, að frá því að grun­ur vakni um að barn hafi orðið fyr­ir al­var­legu of­beldi eða sé lík­legt til að verða fyr­ir því, þá skipti sköp­um hvernig brugðist sé við til þess að tryggja vernd, vellíðan og ör­yggi þess. Hið sama eigi við um barn sem hafi beitt eða sé lík­legt til að beita of­beldi.

Þjón­usta sem taki mið af þörf­um barna sé einn mik­il­væg­asti liður­inn í því að tryggja börn­um viðeig­andi og tím­an­lega aðstoð þegar henn­ar sé þörf.

Nauðsyn­legt að bregðast rétt við

Þá kem­ur fram, að mik­il áhersla sé lögð á þétta og góða sam­vinnu allra þeirra sem komi að mál­efn­um barna. Hóp­ur­inn er skipaður full­trú­um mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, dóms­málaráðuneyt­is­ins, heil­brigðisráðuneyt­is­ins, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, Reykja­vík­ur­borg­ar, Barna- og fjöl­skyldu­stofu, heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu­embætta og Heim­il­is og skóla.

„Starfs­hópn­um er ætlað að for­gangsraða aðgerðum, móta áætl­un um fram­kvæmd og inn­leiðingu þeirra, fylgja inn­leiðing­unni eft­ir og mæla ár­ang­ur. Með mark­vissri inn­leiðingu aðgerða, eft­ir­fylgni og ár­ang­urs­mæl­ing­um er ekki ein­ung­is verið að mæta þeirri al­var­legu stöðu sem upp er kom­in hér á landi held­ur gefst einnig kost­ur á því að varpa ljósi á um­fang og eðli vand­ans og bregðast rétt við. Slíkt er afar þarft til þess að tryggja viðeig­andi viðbrögð og úrræði, auk þess sem það dreg­ur úr lík­un­um á ófyr­ir­séðum nei­kvæðum af­leiðing­um inn­grips,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert