40-45 metra vindhviður á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun ríkir nú á Vestfjörðum.
Appelsínugul viðvörun ríkir nú á Vestfjörðum. Skjáskot/Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært gula veðurviðvörun á Vestfjörðum yfir í appelsínugula.

Suðvestanstormur, 18-25 metrar á sekúndu með staðbundum vindhviðum að 40-45 metrum á sekúndu, ríkir á svæðinu.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að um sé að ræða hættulegt veður og að foktjón sé líklegt. Fólk er hvatt til að halda sig innandyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert