Aðra skútu rak upp í fjöru á Ísafirði

Aðra skútu rak upp í fjöruna við Pollagötuna á Ísafirði …
Aðra skútu rak upp í fjöruna við Pollagötuna á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Aðra seglskútu rak upp í fjöruna við Pollgötuna á Ísafirði nú á þriðja tímanum í dag en í morgun slitnaði seglskúta frá legufæri og rak upp í fjöruna í miklu hvassviðri sem er á Vestfjörðum.

Pollgata er lokuð að hluta, eða frá hringtorgi að innkeyrslu við verslunarmiðstöðina Neista, en sjór hefur gengið yfir götuna. 

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir við mbl.is að búið sé að kalla út björgunarbátinn Kobba Láka frá Bolungarvík. Hann er á leiðinni í Vigur þar sem mannlaus bátur er við bryggju og er óttast að hann geti sokkið.

Jón Þór segir að þak hafi fokið af húsi í Bolungarvík en mikið hvassviðri er á Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert