Bæjarstjóri: „Ég var ekki handtekin“

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjór Akureyrar gerði grín að óheppilegri mynd á …
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjór Akureyrar gerði grín að óheppilegri mynd á Facebook-reikningi sínum. Samsett mynd

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, áréttar misskilning sem gæti skapast vegna óheppilegrar ljósmyndar af henni í fylgd lögreglu.

Bæjarstjórinn deildi myndinni á Facebook-reikningi sínum og virðist sjálfri vera nokkuð skemmt yfir myndinni þar sem lítur óneitanlega út fyrir að hún hafi verið handtekin.

„Ég var ekki handtekin af vinkonu minni Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóra þó það líti út fyrir það,“ segir Ásthildur við myndina og bætir við hlæjandi brosköllum.

Ræddu þungt mál

Á myndinni má sjá bæjarstjórann ganga við hlið Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra en fast á hæla þeirra fylgja tveir lögregluþjónar.

Má auðveldlega misskilja hvað sé að eiga sér stað á myndinni þar sem svo óheppilega vill til að Ásthildur er með hendur fyrir aftan bak og virðist því sem lögreglan sé að færa bæjarstjórann út úr byggingunni í handjárnum. 

Kveðst Ásthildur hafa verið að ræða þungt mál við lögreglustjórann sem útskýri hvers vegna þær séu báðar þungar á svipinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert