Varðskipið Þór kom fyrr í kvöld að Hlöðuvík á Hornströndum þar sem hópur þriggja ferðamanna var staddur.
Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar segir sömuleiðis að ekkert ami að fólkinu.
Einn úr hópnum hafði verið sá sem kallaði eftir aðstoð fyrr í dag með þeim afleiðingum að Þór var kallaður út.
Ekki liggur enn ljóst fyrir um ástæðu hjálparkallsins en í tilkynningunni segir að búast megi við að veðurofsinn sem var á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu.
„Það verður skoðað þó betur þegar betra samband næst,“ segir í tilkynningunni.