Fundu beinagrindur á Bessastöðum

Hulda Björk Guðmundsdóttir með hauskúpu.
Hulda Björk Guðmundsdóttir með hauskúpu. mbl.is/Sigurður Bogi

Beinagreindur og fornir munir af ýmsum toga hafa fundist í fornleifauppgreftri við Bessastaðakirkju nú í sumar. Verið er að bæta aðgengi að kirkjunni og í greftri sem því fylgdi var kannað hvort minjar væru í mold, eins og komið hefur á daginn. Fundnar beinagrindur eru átta auk stakra hauskúpna. Svo virðist sem hér séu að mestu jarðneskar leifar barna, en ítarlegri rannsóknir munu svara til dæmis frá hvaða tíma þessi bein eru.

Fyrr í sumar fannst á Bessastöðum grafhýsi sem rímar við heimildir um að Lauritz Thodal stiftaftmaður hafi reist slíkt seint á 18. öld fyrir eiginkonu sína og stjúpdóttur. 

Lesa má meira um málið á Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert