Gosefni blása yfir höfuðborgina

Gosefni blása beint yfir höfuðborgarsvæðið eins og sjá má á …
Gosefni blása beint yfir höfuðborgarsvæðið eins og sjá má á korti Belgings. Skjáskot/Belgingur

Gasmeng­un frá eld­stöðvun­um á Reykja­nesskaga fýk­ur nú beint í átt að höfuðborg­ar­svæðinu en vegna þess hve mikið hef­ur dregið úr virkni goss­ins eru gæði lofts­ins enn mik­il.

Á spá­korti Belg­ings sem sýn­ir dreif­ingu gos­efna má sjá hvernig gos­efni stefna nú beint yfir höfuðborg­ar­svæðið en á sama tíma eru all­ir mæl­ar um­hverf­is­stofn­un­ar sem sjá má á loft­ga­edi.is enn græn­ir en það tákn­ar mjög mik­il loft­gæði.

Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir þetta vera vegna þess að mikið hef­ur dregið úr virkni goss­ins við Sund­hnjúkagíga. 

Spá­in ekki röng

„Þetta pass­ar í raun­inni. Það er stíf suðvest­an átt þannig loft­meng­un­in frá gos­inu berst norðaust­ur og áfram en hins­veg­ar hef­ur dregið tals­vert úr krafti goss­ins síðustu tvo daga. [...] Eins og er er eng­inn af mæl­um Um­hverf­is­stofn­unn­ar að nema meng­un frá eld­gosi í neinu veru­legu magni. Þetta er allt und­ir hættu­mörk­um,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við:

„Spá­in er í raun­inni al­veg rétt og það er mökk­ur yfir höfuðborg­ar­svæðinu en gild­in sem eru að mæl­ast eru samt svo lág.“ 

Þá seg­ir hún að fyr­ir utan minni meng­un frá gos­inu geti líka verið að mökk­ur­inn liggi hærra í loft­inu og ekki við jörðu.

Nefið er næmt

Hún bein­ir því þó til fólks að vera vak­andi og seg­ir al­veg geta passað ef ein­hverj­ir finna brenni­steinslykt.

„Nefið í okk­ur er mjög gott í að finna brenni­steinslykt og í raun­inni betra en marg­ir gasmæl­ar,“ seg­ir Ingi­björg.

Að lok­um ít­rek­ar hún þó að öll gildi séu enn „græn og góð“ en að Veður­stof­an fylg­ist áfram með og sendi út til­kynn­ingu ef það breyt­ist.

Allir mælar sýna græn gildi á svæðinu.
All­ir mæl­ar sýna græn gildi á svæðinu. Sjá­skot/​Um­hverf­is­stofn­un
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert