Komu að göngumanninum köldum

Svona var um að lítast á Kastárfjalli í dag en …
Svona var um að lítast á Kastárfjalli í dag en þar eru snarbrattar skriður og krefjandi landslag til göngu. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitirnar sem kallaðar voru út fyrr í dag til að aðstoða göngumann í sjálfheldu á Kastárfjalli komu að manninum rétt í þessu.

Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörgu en þar segir sömuleiðis að maðurinn var orðinn nokkuð kaldur þegar að var komið.

Björg­un­ar­fé­lag Horna­fjarðar og Björg­un­ar­sveit­in Kári í Öræf­um voru kallaðar út vegna málsins en þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var einnig ræst út með fjór­um liðsmönn­um björg­un­ar­sveita af höfuðborg­ar­svæðinu.

Gengur niður fjallið

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, að maðurinn verið að klífa á vin­sæl­um klif­ur­leiðum fjalls­ins sem er aust­ur á Stokksnesi, aust­an við Höfn í Hornafirði, og virðist sem ein­stak­ling­ur­inn hafi runnið í eggja­grjóti.

Í tilkynningu Landsbjargar segir að maðurinn telur sig geta gengið en ekki var talið öruggt að koma honum beint niður hliðina þar sem hann fannst.

„Eftir að hafa skoða mögulegar leiðir fyrir björgunarsveitir með manninn niður úr sjálfheldunni með því að fljúga dróna eftir hlíðinni þar sem maðurinn fannst, hefur verið ákveðið að koma honum áfram upp gilið og fara svo niður sömu leið og björgunarmenn komu að honum, en þeir komu í raun að honum ofan frá,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert