Maður í sjálfheldu eftir klifur í Kastárfjalli

Maðurinn sem er fastur á Kastárfjalli er ekki talinn vera …
Maðurinn sem er fastur á Kastárfjalli er ekki talinn vera alvarlega slasaður. mbl.is/Ómar

Björgunarfélag Hornafjarðar og Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafa verið kallaðar út vegna manns sem er í sjálfheldu á Kastárfjalli. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig verið ræst út með fjórum liðsmönnum björgunarsveita af höfuðborgarsvæðinu.

Þetta upplýsir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is

Segir hann að um sé að ræða einn einstakling sem hafi verið að klífa á vinsælum klifurleiðum fjallsins sem er austur á Stokksnesi, austan við Höfn í Hornafirði, og virðist sem einstaklingurinn hafi runnið í eggjagrjóti.

Maðurinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður. 

Segir Jón Þór að Björgunarfélag Hornafjarðar sé komið nálægt fjallinu og þá séu sjúkraflutningamenn komnir upp að því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert