Seglskútu rak upp fjöru í hvassviðri

Skútuna rak upp í fjöru á Ísafirði í morgun.
Skútuna rak upp í fjöru á Ísafirði í morgun. Ljósmynd/ Halldór Sveinbjörnsson

Lögreglan á Vestfjörðum segir að Pollgata sé lokuð að hluta, eða frá hringtorgi að innkeyrslu að verslunarmiðstöðinni Neista. Lögreglan segir að seglskúta hafi slitnað frá legufæri í hvassviðrinu og rekið upp í fjöruna við Pollgötuna.  

„Björgunarsveitarfólk á björgunarbátnum Gísla Jóns vinnur að því að bjarga skútunni. Eigendur annarra skútna og báta eru beiðnir að huga að eigum sínum,“ segir lögreglan í tilkynningu. 

Einhverjar skemmdir eru á skútunni eftir að hana rak upp …
Einhverjar skemmdir eru á skútunni eftir að hana rak upp í fjöru. Ljósmynd/ Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka