Snúa líklega aftur á jökulinn þar sem einn lést

Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni.
Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjú ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki bjóða upp á ís­hella­ferðir á Kötlu­jökli á Mýr­dals­jökli að sumri til. Fram­kvæmda­stjóri Tröll Exped­iti­ons seg­ir að fyllsta ör­ygg­is sé gætt og tel­ur að fyr­ir­tækið muni bjóða upp á ís­hella­ferðir í Breiðamerk­ur­jökli í framtíðinni, en þar lést einn ferðamaður ný­lega.

„Það er gríðarlega mikið lagt í það að tryggja aðgengi og ör­yggi í öll­um okk­ar ferðum. Við vilj­um meina það klár­lega að það séu öðru­vísi aðstæður akkúrat núna“ seg­ir Gísli Ey­land, fram­kvæmda­stjóri Tröll Exped­iti­ons, spurður hvort að ör­yggi sé meira í Kötlu­jökli en í Breiðamerk­ur­jökli að sumri til.

Meta frá degi til dags aðstæður óháð árs­tíma

Einn lést í ís­hella­ferð í Breiðamerk­ur­jökli í síðasta mánuði þegar ís­farg hrundi á tvo ferðamenn.

Í kjöl­farið hef­ur komið fram gagn­rýni á að farið sé í ís­hella­ferðir á sumr­in og sagt að ör­yggi sé ekki jafn mikið á þeim árs­tíma og á vet­urna.

„Það er al­veg sama hvort að það sé sum­ar eða vet­ur, þarna eru fag­fólk sem er að vinna og met­ur frá degi til dags hvað þurfi að gera til að tryggja ör­yggi. Það er ekk­ert farið í ferðir nema að við telj­um að það sé ör­uggt,“ seg­ir Gísli.

Hægt að tryggja ör­yggi á Breiðamerk­ur­jökli

Vatna­jök­ulsþjóðgarður hef­ur óskað eft­ir því við viðeig­andi ferðaþjón­ustuaðila að ekki verði farið í ís­hella­ferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu.

All­ir hafa orðið við þeirri beiðni og þar á meðal Tröll.

„Á Breiðamerk­ur­jökli höf­um við verið með sam­starfsaðila sem við höf­um unnið með við fram­kvæmd ís­hella­ferða. En við ger­um ráð fyr­ir því að það opni á ein­hverj­um tíma og eins hræðilegt og þetta slys var þá held ég að það sé klár­lega hægt að tryggja ör­ugga upp­lif­un ferðamanna þarna,“ seg­ir Gísli.

Bann við ferðum á sumr­in ekki rétta svarið

Hann seg­ir að bann við ís­hella­ferðum á sumr­in sé ekki rétta svarið. Aðal­atriðið sé að fag­menn tryggi að fyllsta ör­ygg­is sé gætt.

„Íshell­ar geta verið hættu­sam­ir allt árið og það þarf bara fag­fólk að meta það og tryggja aðgengi,“ seg­ir hann.

Ef þið bjóðið upp á ferðir í Breiðamerk­ur­jökli væri það þá á sama stað og slysið varð?

„Nei, ekk­ert endi­lega. Það er bara al­veg óljóst,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki séu al­mennt í biðstöðu á meðan stjórn­völd gefa nán­ari upp­lýs­ing­ar um næstu skref.

Fólk átti sig ekki á því hversu marg­ir vinna á svæðinu

Hann seg­ir að það sé mik­ill mann­skap­ur í Vík sem sé að vinna á svæðinu við ís­hell­anna í Kötlu­jökli. Seg­ir hann að oft á tíðum virðist svo vera sem fólk átti sig ekki al­menni­lega á því hversu margt fag­fólk sé að vinna á vett­vangi við að tryggja ör­yggi og aðgengi.

Tröll, Katlatrack og Sout­hco­ast advent­ur­es bjóða upp á ís­hella­ferðir í Kötlu­jökli.

Frá aðgerðum björgunarsveita í Breiðamerkurjökli.
Frá aðgerðum björg­un­ar­sveita í Breiðamerk­ur­jökli. Ljós­mynd/​Lands­björg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert