Eyddi 65 þúsund krónum fyrir hvert atkvæði

Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í kosningunum.
Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í kosningunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, eyddi 17.736.928 krón­um í fram­boði sínu til for­seta, þar sem hún hlaut svo 275 at­kvæði.

Fyr­ir hvert at­kvæði eyddi hún því um 64.497 krón­um.

All­ir fram­bjóðend­ur nema Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir hafa skilað inn upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoðunar og enn á eft­ir að fara yfir upp­gjörið hjá nokkr­um. mbl.is ákvað að deila kostnaði við hvert fram­boð niður á fjölda at­kvæði sem hver fram­bjóðandi hlaut.

At­hygli hef­ur vakið að for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hafi kostað yfir 57 millj­ón­ir króna en þegar því er deilt niður á 53.980 at­kvæði þá er um að ræða 1.062 krón­ur fyr­ir hvert at­kvæði.

Halla eyddi 355 krón­um fyr­ir hvert at­kvæði

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, eyddi rétt rúm­lega 26 millj­ón­um króna og hlaut 73.182 at­kvæði. Eyddi hún því 355 krón­um fyr­ir hvert at­kvæði.

Í upp­gjöri Ástþórs Magnús­son­ar kem­ur fram að hann hafi eytt 8,9 millj­ón­um króna. Hann hlaut 465 at­kvæði og því kostnaður fyr­ir hvert at­kvæði um 19.159 krón­ur.

Jón Gn­arr eyddi 10.645.424 krón­um og voru 21.634 sem kusu hann. Kostnaður fyr­ir hvert at­kvæði því um 492 krón­ur.

Vikt­or og Ei­rík­ur eyddu und­ir 550 þúsund

Vikt­or Trausta­son og Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son hafa skilað inn upp­gjöri og báðir eyddu þeir minna en 550 þúsund krón­um og þurfa því ekki að upp­lýsa nán­ar um kostnað.

Vikt­or hlaut 392 at­kvæði og Ei­rík­ur 101 at­kvæði.

Halla Hrund Loga­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son, Arn­ar Þór Jóns­son og Ásdís Rán hafa skilað inn upp­gjöri en Rík­is­end­ur­skoðun er enn með þau til skoðunar og því ekki hægt að skoða út­gjöld­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka