Unglingspiltur var fluttur á slysadeild rétt eftir hálffjögur í dag eftir að hafa lent í árekstri við bifreið. Drengurinn var á rafhlaupahjóli.
Þetta staðfestir Guðjón Ingason, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi fyrst frá.
Að sögn Guðjóns var drengurinn á rafmagnshlaupahjóli við hringtorg við Digranesveg í Kópavogi er áreksturinn varð.
Var hann fluttur á slysadeild með eymsli í fæti og hendi en áverkar hans eru þó ekki taldir alvarlegir.
Uppfært klukkan 17.14:
Áður kom fram að bifreiðinni hefði verið ekið á drenginn. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.